Varúð - Hér býr ... Vampíra

76 „Þú gætir kannski orðið það. Það verður enginn góður án þess að æfa. Þú kemur með ókei?“ „Ég þarf kannski aðeins að jafna mig … “ segir Marius og ég skil hann vel. „Já, kannski. Þetta var svolítið svakalegt. Ég varð bara næstum hrædd og allt,“ segi ég. Við skellum bæði upp úr. „Jæja þá. Ég varð miklu meira en næstum hrædd . Þetta var skelfilegasta lífsreynsla sem ég hef lent í. En þetta var líka pínu skemmtilegt“ „Já, reyndar og mjög fræðandi. Hún sagði okkur svo margt merkilegt. Ég vissi til dæmis ekki að sumar vampírur gætu breytt sér í ketti. Svo var hún meira að segja köttur í margar vikur á skipinu.“ Marius gjóar augunum á Hvæsa í fanginu mínu. Guleygða köttinn með beittu tennurnar. Allt í einu hverfur brosið af andliti Mariusar. „Hvenær sagðirðu aftur að þið hefðuð fengið þessa kisu?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=