Varúð - Hér býr ... Vampíra

75 mínum eigin munni. Ég er ekki vön að þakka fyrir mig. „Takk fyrir hvað,“ spyr Marius og horfir á mig. „Bara … þú veist. Takk fyrir að bjarga lífi mínu. Þú varst rosa hugrakkur og sniðugur að fatta að kasta pokanum á mig.“ Marius brosir. Af einhverjum ástæðum finnst mér brosið hans ekki jafn bjánalegt núna og fyrr í dag. Við göngum saman út götuna og beygjum inn þá næstu. Götuna mína. „Þú kemur heim að fá köku og kakó. Er það ekki?“ „Jú, auðvitað og pítsu!“ svarar Marius brosandi. „Ég þarf að vísu að fara á æfingu á eftir. En þú mátt koma með. Þú gætir kannski nýtt þessar löngu lappir í eitthvað annað en að flýja vamp- írur. Svo ertu líka hittinn, að minnsta kosti með blóðpokann áðan.“ „Já, þú meinar. Heldurðu að ég sé góður í körfubolta?“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=