Varúð - Hér býr ... Vampíra
74 „En hvað með pítsuna? Þið eigið alveg eftir að borða.“ Marius opnar útidyrnar. Nokkrir sólargeislar sleppa inn um dyrnar en Carmilla stendur í skjóli hjá fataskápnum. Á útitröppunum liggur pítsukassi. Marius teygir sig niður og tekur hann upp. „Við tökum pítsuna bara með okkur heim. Takk kærlega,“ segir Marius, alltaf jafn kurteis. Ég stíg út í sólina og hurðin lokast að baki okkur. Við erum komin út! Kannski hefðum við aldrei átt að fara inn. Ég hefði átt að hlusta á Marius. Hugrakka Marius! Ég trúi því varla en lappalanga skræfan bjargaði lífi mínu. „Takk,“ segi ég. Orðið hljómar asnalega úr
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=