Varúð - Hér býr ... Vampíra
73 „Afsakið,“ segir hún og heldur áfram. „Úff, ég er svo södd, ég held ég verði að leggja mig. Svo fann ég ekki einu sinni mun á bragðinu! Franska blóðið var bara alveg þokkalegt, jafnvel þótt það væri svolítið staðið. Já, kannski ég ætti bara að halda mig við gjafablóð og láta svona krúttleg börn í friði.“ Hún klípur Marius í kinninna eins og gömul frænka í fermingarveislu. Mér líður eins og hjartað ætli út úr bringunni á mér. Ég stend varlega upp, enn með Hvæsa í fanginu. „Æ, hvað klukkan er orðin margt. Við Marius verðum víst að fara heim,“ segi ég án þess að sjá nokkurs staðar klukku. „Já, hvernig læt ég. Þið þurfið eflaust að sinna heimanáminu. Lesa skólabækurnar. Það er nú meiri vitleysan. Ég gæti kennt ykkur alla sögu mannkyns á einu bretti.“ Við göngum hröðum skrefum fram á gang og inn í anddyri. Hvæsi mjálmar og virðist ósáttur en ég held honum þétt að mér.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=