Varúð - Hér býr ... Vampíra

72 sökkti tönnunum á bólakaf! Nú drekkur hún nægju sína, þambar og kyngir, eins og ungabarn á brjósti. Hún er enn með lokuð augun, alsæl á svip. Ég lít skelkuð á Marius. Hann bendir mér á að vera alveg kyrr. Líklega er best að ég hreyfi mig ekki þar til hún er södd. Kannski sleppum við þá lifandi úr þessu hræðilega húsi. Nokkrum sopum síðar sest Carmilla upp og opnar augun. Hún ropar hátt. Svo sér hún mig ómeidda og hlær aftur þessum tryllingslega hlátri. „Bíddu við! Þarna lékuð þið aldeilis á mig!“ Carmilla brosir eldrauðu brosi og teygir sig eftir servíettu. Svo þurrkar hún sér um blóðugan munninn. „Þú ert klókur strákur Marius! Ætli þetta hafi ekki verið fyrir bestu. Hefði ég borðað mannabarn þá væri ég í vandræðum. Ég hefði jafnvel þurft að flytja! Við Marius þorum ekkert að segja en grettum okkur þegar Carmilla ropar aftur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=