Varúð - Hér býr ... Vampíra

70 „Hvaða árgerð ert þú, Marta? spyr Carmilla allt í einu og tekur skref nær mér. „Ha, ég?“ spyr ég og gríp ósjálfrátt með öðrum lófanum um hálsinn. „Jæja, Marius. Ég held að við þurfum að fara heim,“ segi ég en það er of seint. Í einu stökki sprettur Carmilla upp á eldhús- borð. Þar situr hún á hækjum sér eins og dýr. Hún starir enn á hálsinn á mér án þess að blikka. „Þú ert ekki svo gömul,“ segir hún. „Ég er í raun ekkert fyrir gamlan mat.“ Carmilla fleygir sér yfir mig með galopinn kjaftinn. Skikkjan feykir ísköldum gusti upp eftir andlitinu á mér. Ég sé skjannahvítar tennur vampírunnar færast nær. Svo loka ég augunum …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=