Varúð - Hér býr ... Vampíra

69 „Við þurfum ekki neitt …“ byrja ég en Carmilla stöðvar mig. „Engar áhyggjur, við pöntum bara á netinu. Skemmtilegt þetta internet, það er hægt að panta allan fjandann.“ Carmilla heldur enn á blóðpokanum á meðan hún dregur upp síma. Hún pikkar eitthvað inn með bognum þumalfingrinum. „Svona, ekki lengi gert. Ein margaríta á leiðinni.“ Það hvarflar að mér að líklega sé þetta skrítnasti dagur sem ég hef lifað. Ég vona bara að þetta verði ekki sá síðasti. Carmilla veltir pokanum í höndum sér. „Skrítið. Ég sem hélt að ég yrði ekki svöng fyrr en í haust. Nú gæti ég alveg hugsað mér nokkra dropa. Verst hvað þetta blóð er orðið gamalt.“ Carmilla skýtur augunum á mig. Marius er staðinn upp og farinn að tvístíga um gólfið eins og hann gerir þegar hann er stressaður. Hvæsi bærir á sér í fanginu mínu en er samt nokkuð rólegur miðað við aðstæður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=