Varúð - Hér býr ... Vampíra

68 naga á mér neðri vörina. Marius hefur líklega smitað mig af hræðslunni. Ég sem hélt ég væri ekki hrædd við neitt. Carmilla opnar ísskápinn með snöggri hreyfingu. Í hverri hillu ísskápsins eru gegnsæir pokar, fullir af blóði. „Sjáðu Marius,“ segi ég og anda léttar. „Hún þarf ekki að drekka blóðið úr okkur. Hún á fullan ísskáp!“ „Já, elskan mín góða. Ég er með góð sambönd í blóðbönkum víða um heim. Þeir senda mér afgangsblóð, það sem sleppur ekki í gegnum skimun. Hér er til dæmis franskt blóð. Þetta þykir mjög fínn árgangur.“ Carmilla lyftir upp einum pokanum. „En ég get víst ekki boðið ykkur þetta. Nei, það dugar ekki. Mannabörn vilja pítsur eða pylsur, hamborgara og þannig lagað.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=