Varúð - Hér býr ... Vampíra
67 Carmilla svífi niður rauðklædda stigann á neðri hæðina. Þegar niður er komið birtist logi á hverju kerti og húsið er baðað gulri birtu. Carmilla stansar við svörtu hurðina, þá einu sem við áttum eftir að fara inn um. Hún ýtir henni upp og horfir á okkur Marius. „Á eftir ykkur börnin góð.“ Nú eru góð ráð dýr. Útidyrnar eru næstum í seilingarfjarlægð. Við þurfum bara að hlaupa gegnum anddyrið og þá erum við frjáls. Ég finn að Marius er að hugsa það sama því hann mjakar sér hægt og rólega nær anddyrinu. „Enga vitleysu krakkar mínir. Þið fúlsið ekki við matarboði,“ segir Carmilla. Svo þýtur hún á ljóshraða og heldur höndunum út eins og til að koma í veg fyrir að við förum. „Þessa leið kjánar.“ Carmilla stjakar við okkur með kræklóttum fingrum alla leið að eldhúshurðinni. Í eldhúsinu kviknar strax á nokkrum kertum. Carmilla ýtir okkur niður á harðan bekk. Við vegginn stendur tvöfaldur ísskápur. Hvað gæti vampíra þurft að kæla? hugsa ég með mér og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=