Varúð - Hér býr ... Vampíra
65 Við Marius lítum hvort á annað. Hann sleppir ekki takinu af hönd minni og kreistir nú lófann svo fast að mig verkjar. Ég á í mestu vandræðum með að halda á Hvæsa með annarri hendinni. „Viljum við vera í mat … eða viljum við vera í matinn?“ spyr ég hikandi. Carmilla hlær, fyrst lágum og dimmum rómi, svo hærra. Hún hlær svo hátt að leðurblökurnar vakna. Þær slá vængjunum svo það smellur í glansandi feldinum. Leðurblökurnar slíta sig frá loftinu og fljúga hringi í kringum Carmillu. Vængjasláttur og tryllingslegur hlátur vampír- unnar fylla háaloftið. Marius sleppir höndinni á mér og hleypur í ofboði niður tröppurnar. Ég brölti niður eins hratt og ég get en mér dauðbregður þegar ég sé hvað bíður okkar í síðustu tröppunni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=