Varúð - Hér býr ... Vampíra
64 Carmilla blikkar okkur og stendur upp. Hún leggur Hvæsa í fangið á mér. Loks er kötturinn orðinn rólegur og mótmælir ekki nýju fangi. Vampíran teygir úr sér og lætur braka hátt í hálsinum. Um leið og hún snýr sér frá Mariusi rofna álögin. Hann grípur hræddur í höndina á mér. Ég tek fyrir munninn á honum svo hann öskri ekki af skelfingu. „Passaðu þig bara að horfa ekki beint í augun á henni,“ hvísla ég lágt. Marius kinkar kolli og ég losa höndina frá munni hans. Við fylgjumst með Carmillu sækja lítinn kúst og fægiskóflu í eitt horn háaloftsins. Svo hefst hún handa við að sópa moldinni aftur upp í kistu- botninn. Við Marius stöndum hægt og rólega upp af sófan- um. Skref fyrir skref fikrum við okkur nær opinu. Ef við náum þangað eigum við kannski möguleika á að komast niður tröppurnar óséð. Skyndilega snýr Carmilla sér við og starir beint á okkur. „Hvað segiði krakkar, viljiði kannski vera í mat?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=