Varúð - Hér býr ... Vampíra

63 elskað, grátið og hlegið. En þið mannverurnar eruð kjánar. Þið reynið að þurrka krumpurnar burt með alls konar kremum. Stroka lífið burt úr andlitinu.“ Mér finnst eins og röddin í Carmillu bresti. Ef hún gæti grátið myndu einmitt núna leka tár niður kinnarnar. En ekkert kemur. „Við hvað vinnurðu?“ spyr Marius allt í einu, eins og til að létta stemninguna. „Ó, elsku drengur. Þú spyrð svo skemmtilegra spurninga,“ segir Carmilla og brosir. „Fljótlega eftir að ég kom til landsins fékk ég vinnu í kirkjugarði. Þar starfa ég sem næturvörður á veturna. Þetta er fínasta starf. Launin duga fyrir nauðsynjum og félagsskapurinn er fínn.“ „Eru margir að vinna þar á nóttunni?“ spyr Marius hissa. „Nei, bara ég,“ svarar Carmilla. „En, þú sagðir að félagsskapurinn … “ byrjar Marius en svo er eins og hann átti sig. „Mesta fjörið í kirkjugörðum er upp úr miðnætti. Það getur oft orðið mjög glatt á hjalla.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=