Varúð - Hér býr ... Vampíra
62 „Já. Það er ekki auðvelt en við vampírurnar getum verið í dýraham í nokkrar vikur. Það var þægilegra að ferðast þannig. Ég gat gengið um án þess að vekja grunsemdir. Það kippti sér enginn upp við að sjá mig á vappi. Kettir voru oft hluti af áhöfnum í gamla daga. Þeir sáu um að halda skipinu hreinu af músum og rottum. Ég lét þær reyndar eiga sig. Nagdýrablóð er svo óspennandi. Svo lítið magn í hverju dýri sjáiði til.“ „En … hvað varstu gömul árið 1918?“ spyr Marius forvitinn. Mér finnst merkilegt hvað Marius veit margt. Eins og það hvaða ár Frostaveturinn mikli var og hvenær Ísland fékk fullveldi. Þetta er líka góð spurning. Carmilla virkar yngri en mamma mín. Hún hefur ekki eina einustu hrukku í andlitinu. „Það gilda ekki sömu reglur um vampírur eins og ykkur mannfólkið,“ segir Carmilla ákveðin. Hún strýkur ískaldri hönd niður eftir kinninni á mér. „Þið fæðist krumpuð og ef þið eruð heppin þá verðið þið krumpuð aftur, áður en þið deyið. Skynsamlegast væri að fagna þessum fallegu krumpum. Þær merkja að þið hafið lifað lengi,
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=