Varúð - Hér býr ... Vampíra
61 Ég fæ aldrei fólk … í heimsókn. Fer ágætlega um ykkur?“ Carmilla strýkur beinaberum höndunum yfir slitinn og rykugan sófann. „Já, já, mjög vel. Hvenær komstu til Íslands?“ spyr Marius rólegur, enn undir álögum dáleiðslunnar. „Það er nokkuð langt síðan, rúm hundrað ár eða svo“ svarar Carmilla brosandi. „Ég var stödd í veislu í kastala Kristjáns tíunda Danakonungs. Þegar fólkið hætti loks að dansa heyrði ég konunginn tala við nokkra vini sína. Hann lýsti Íslandi sem skelfilega dimmu og köldu skeri. Svo sagði hann að margir hefðu veikst og dáið Frostaveturinn mikla fyrr sama ár. Þá sperrti ég aldeilis eyrun. Konungurinn sagði að strax næsta morgun ætti skip að sigla til Íslands með mikil- væga pappíra. Ísland ætti að verða fullvalda þjóð og sjá um sig sjálf. Ég breytti mér umsvifalaust í svartan kött og hljóp af stað niður á bryggju. Ég fann skipið, stökk um borð og kommér fyrir. Undir þiljum auðvitað, svo morgunsólin fyndi mig ekki. Nokkrum dögum síðar var ég komin í höfn, til þessa dásamlega dimma lands.“ „Varstu köttur allan tímann?“ spyr ég hissa.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=