Varúð - Hér býr ... Vampíra

60 ÍSKALDA HÖNDIN „Engar áhyggjur vina,“ segir Carmilla þegar hún sér óttablandinn svip á andlitinu á mér. „Ég er ekki enn orðin svöng. Ykkur ætti að vera óhætt.“ Allt þetta tal ummat veldur því að garnirnar í mér gaula. Ég finn að ég verð að skipta um umræðuefni áður en Carmilla finnur líka fyrir hungri.“ „Eru þetta líka vampírur?“ spyr ég og bendi á leðurblökur í loftinu. „Hah, nei! Þetta eru nú bara nokkur kríli sem fylgdu mér frá Rúmeníu. Við vampírurnar erum ekki mikið fyrir að breyta okkur í leðurblökur. Það er helst Drakúla. Hann vill alltaf vera svo spes. Sjálf breyti ég mér í kött, svona þegar þörf er á. Kettir eru svo tignarlegir. Svo vitrir og sjálfstæðir.“ Carmilla horfir niður á Hvæsa semmalar og nuddar trýninu í lófann á henni. „Þið verðið að afsaka hvað ég er lélegur gestgjafi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=