Varúð - Hér býr ... Vampíra
59 „Já, þú hlýtur að vita um hvað ég er að tala stelpa,“ segir Carmilla og skýtur gulu augunum beint á mig. „Er öðruvísi bragð af blóði Íslendinga?“ spyr Marius kjarkaður. Hann er greinilega enn undir áhrifum Carmillu og krafta hennar. „Iss. Ég er löngu hætt að nenna að veiða mannfólk. Fólk vælir bara og grenjar. Tuðar eitthvað um fjölskylduna og segist ekki vilja deyja. Ég er orðin svo ljúf í ellinni. Hef þetta ekki lengur í mér.“ Marius virðist steinhissa. „En hvað borðarðu þá?“ „Ég drekk enn þá mannablóð. Við skulum bara segja að ég hafi mínar leiðir.“ Carmilla lítur á mig og virðist mæla mig út. Svo læsir hún augun á hálsinn á mér og sleikir út um.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=