Varúð - Hér býr ... Vampíra

58 Carmilla hvessir á mig augun og virðist mjög móðguð. „Æi. Getum við ekki talað um eitthvað annað en þennan spjátrung. Hann er alls ekki merkilegasta vampíran þótt hann sé kannski frægastur.“ „Ókei,“ segi ég og hugsa. „Af hverju fluttirðu til Íslands?“ Carmilla strýkur Hvæsa semmalar ánægjulega. „Þetta er betri spurning. Mig langaði að sjá heiminn svo ég kvaddi heimahagana í Austurríki. Síðan þá hef ég búið víða, til dæmis Bretlandi, Sri Lanka, Kongó, Rúmeníu og Danmörku. Loks valdi ég Ísland út af löngu vetrunum hér. Það er svo notalegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af sólarljósi í marga mánuði. Veturnir eru dýrðlegir. Á sumrin leggst ég hins vegar í dvala. Ég var rétt nýsofnuð þegar þið vöktuð mig. Hafði varla sofið nema í sjö daga. Yfirleitt get ég sofið allt sumarið án þess að fá máltíð.“ „Máltíð?“ spyr ég en sé strax eftir því. Ég er ekki viss um að ég vilji heyra svarið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=