Varúð - Hér býr ... Vampíra
56 „Já og þekki enn. Hann sendir mér reglulega vina- beiðni á Facebook. Ég samþykki hann nú aldrei. Svo skrifar hann mér tölvupósta. Hann er alltaf voða skotinn í mér greyið. Ég hef bara engan áhuga. Hann á erfitt með að skilja það. Eflaust eitthvað tregur. Orðinn lúinn elsku kallinn. Samt er hann yngri en ég! Merkilegt hvað við eldumst misvel, bæði mannfólk og vampírur.“ Ég er með svo margar spurningar að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Tölvupóstur? Facebook? Alvöru vampíra sem þekkir Drakúla! Drekkur hún blóð eins og hann? Ég ætla að spyrja hana meira út í Drakúla en Marius er fyrri til. „Ert þú frá Rúmeníu? Eins og Drakúla? Eins og ég?“ Það vottar fyrir gleði í augumMariusar. Eins og hann hafi hitt framandi frænku. „Nei, reyndar ekki,“ svarar Carmilla. „En ég bjó þar í nokkur ár, skömmu áður en ég kom hingað. Ég er upprunalega frá Styríu í Austurríki.“ Carmilla stígur út úr kistunni og stappar af sér mold. „Hvað er málið með moldina?“ spyr ég og klóra mér í höfðinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=