Varúð - Hér býr ... Vampíra
55 „Má ég ekki spyrja?“ segi ég og lít aftur í átt að Carmillu. Hún snýr sér að Mariusi og horfir beint í augun á honum. „Komdu nær vinur, ekki vera hræddur.“ Ég sé hvernig Marius gengur til okkar með augun límd á Carmillu. Það er eins og hann sé ekkert hræddur. „Varstu að dáleiða Marius?“ spyr ég vampíruna ásakandi. „Bara smávegis, svo hann slaki á. Hann var eitthvað svo skelkaður drengurinn. Marius segirðu að hann heiti. Það er ekki íslenskt nafn eða hvað?“ „Nei,“ svarar Marius óhræddur. „Það er rúmenskt.“ „Nú, nú? Ég átti einu sinni rúmenskan vin, Vlad Tepes. Hann er nú óttalegt flón. Þið kannist kannski betur við hann sem Drakúla. Það þýðir litli dreki. Frekar hallærislegt nafn ef þið spyrjið mig.“ „Þekktirðu Drakúla?“ spyr ég og get ekki falið aðdáunina í röddinni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=