Varúð - Hér býr ... Vampíra

53 BEIT HANN ÞIG? Í dágóða stund líður mér eins og við séum í störukeppni. Ég og vampíran. Hún svarar engu en starir bara beint í augun á mér. Jafnvel þótt ég reyni það get ég hreinlega ekki hreyft mig. Ég er dofin í fótunum og get ekki einu sinni litið undan. Gulu augun hennar eru næstum logandi eins og kertalogi. Svartir augasteinarnir þenjast út og dragast saman til skiptis. Mér finnst augun hennar svo … falleg. „Marta á ég að sækja hjálp … Marta?“ spyr Marius hræddur. Ég get ekki svarað honum. Það er eins og ég sé dáleidd. Algjörlega á valdi vampírunnar. Þegar hún opnar munninn sé ég tennurnar enn betur. Þær eru skjannahvítar og flugbeittar. „Sæl Marta. Ég heiti Carmilla,“ segir vampíran og brosir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=