Varúð - Hér býr ... Vampíra

50 „Viltu ekki bara taka mynd?“ hvíslar Marius enn hærra. „Ég get það ekki. Síminn minn er dauður!“ Hár vampírunnar er dökkgrænt og liðað. Klippingin minnir mig á hárið hennar Völu í hinum bekknum. Ég verð að muna að segja Völu frá hári vampírunnar. Húðin er furðu föl, næstum blágrá. Sem er kannski ekki skrítið. Hún er líklega ekki með eðlilegt blóðstreymi um líkamann. Varirnar eru vínrauðar, í stíl við kuflinn. Undan hárinu stingast uppmjó eyru. „Hei, Marius, eyrun eru alveg eins og á álfi!“ „Viltu gjöra svo vel að taka köttinn og koma,“ segir Marius og er hættur að hvísla. Ég horfi á Hvæsa og veit ekkert hvernig ég ætla að ná honum. Önnur hönd vampírunnar heldur undir Hvæsa. Hin höndin liggur ofan á honum. Neglur vampírunnar eru langar og glansandi með rauðu naglalakki. Þær minna þó frekar á klær en fallegar neglur. Ég anda djúpt og legg kertastjakann frá mér á gólfið. Svo teygi ég fram hendurnar. Fyrst leyfi ég

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=