Varúð - Hér býr ... Vampíra

48 Marius sleppir af mér takinu og gerir sig líklegan til að hlaupa í burtu. Ég loka kistunni og sný mér við. „Marius! Þú mátt ekki fara! Ekki skilja mig eftir. Ég verð að taka köttinn minn. Vampíran er hvort eð er dauð. Eða steinsofandi.“ „Hvað ef hún vaknar?“ spyr hann og titrar af hræðslu. „Hún vaknar ekkert, við förum rosalega varlega.“ „Má ég ekki bara bíða niðri?“ Marius horfir biðjandi augum á mig og krossar sig í bak og fyrir. „Ég vildi að við værummeð hvítlauk, eða hamar og meitil“ segir hann stressaður. „Við þurfum hvorki hvítlauk né vopn til að drepa vampíruna! Það eina sem ég þarf að gera er að ná Hvæsa úr fanginu á henni án þess að hún vakni.“ „Má ég allavega draga frá, þannig að sólin breyti vampírunni í ösku ef hún kemur út úr kistunni.“ „Það er enginn gluggi hérna Marius. Bíddu bara í tröppunum. Þá geturðu náð í hjálp ef hún vaknar.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=