Varúð - Hér býr ... Vampíra

40 Vísbendingarnar benda allar til þess að hér búi vampíra.“ „Hvað hefur köngulóin frá Rúmeníu að gera með vampírur? Og síðan hvenær ert þú vampíruséní? Þú sem ert hræddur við hryllingsmyndir.“ „Þú veist hvaðan Drakúla kemur, er það ekki?“ spyr Marius og horfir hissa á mig. „Úr sjónvarpinu og bíómyndum. Hvað meinarðu?“ „Drakúla er frá Transylvaníu í Rúmeníu. Amma sagði mér söguna af honum þegar ég var lítill. En það eru til fleiri vampírusögur sem sumir segja að séu byggðar á sönnum atburðum. Margir Rúmenar halda að það séu enn til vampírur í dag. Fólk sem nærist á blóði annars fólks.“ „Bíddu, ha? Og hvað, trúir þú á vampírur?“ „Ég trúi ekki á þær en ég trúi því að þær geti verið til. Margir Íslendingar trúa á tilvist álfa, ekki satt? Þetta er eins.“ Mér finnst erfitt að springa ekki úr hlátri. Bullið sem vellur upp úr Mariusi er bara svo fyndið. Ég reyni samt að stilla mig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=