Varúð - Hér býr ... Vampíra

38 „Hei, Marta, hér er heill kassi með skikkjum. Og á þessum kassa stendur Ljósmyndir, 1826–1890 . Skrítið,“ segir Marius og nuddar á sér hökuna. „Myndavélin var fundin upp aðeins tíu árum fyrr. Þessi kona er svaka safnari. Og þetta: Kertastjakar úr kastalanum . Hvaða kastala? Þetta er allt mjög dularfullt.“ „Já, svaka dularfullt,“ tek ég undir. Svo gægist ég á bak við þvottavélina. Enginn Hvæsi þar. Síminn minn pípir og sýnir 20% rafhlöðu. Vasaljósið tæmir rafhlöðuna hratt svo ég verð að vera snögg að finna köttinn áður en síminn deyr. „Hér er heill kassi merktur TANNKREM FYRIR AUGNTENNUR – en skrítið! Hver þarf sérstakt tannkrem …“ Allt í einu byrjar rödd Mariusar að skjálfa. „Marta, við ættum að fara. Hvað ef konan sem býr hérna er … “ Hátt þrusk heyrist úr einu horninu. Marius snar- þagnar. Eitthvað loðið strýkst við fótinn á mér og svo sé ég Hvæsa stökkva upp stigann, þrjú þrep í einu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=