Varúð - Hér býr ... Vampíra

35 Marius hlær. „Ekki heima hjá henni en úti í nátt- úrunni já. Stærsta köngulóin er stundum kölluð rúmenska tarantúlan en hún er ekki tarantúla. Hún er í raun úlfakönguló.“ Mér finnst nafnið úlfakönguló frekar ógeðslegt. Ég sé fyrir mér tunglsljós og ýlfrandi úlf með átta fætur. Allt í einu er eins og hárið hans Mariusar hreyfist. Ég lýsi símaljósinu í átt að andliti hans. Hann er með mikinn hárlubba, gróft og dökkt hár sem stendur í allar áttir. Ég hef þó aldrei séð hárlokkana hreyfast. Tveir þykkir hárlokkar teygja sig niður eftir enninu. „Hvað?“ spyr Marius og blæs upp, eins og til að feykja hárinu frá andlitinu. Hárlokkarnir halda áfram að hreyfast og svo bætist einn við. Svo annar! Allt í einu finnst mér ég sjá blika á svört augu í dökkum lubbanum. „Uuu … Þessar úlfaköngulær. Eru þær með röndóttar loðnar lappir og fjögur svört augu? „Já, einmitt. Svo þú hefur séð svoleiðis?“ spyr Marius og brosir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=