Varúð - Hér býr ... Vampíra
31 spyr Marius og hlær vandræðalega. „Meinarðu draugur eða eitthvað þannig?“ „Sérðu fleiri vísbendingar?“ spyr ég og vona að ég hafi ekki hrætt hann of mikið. Marius lítur í kringum sig. Svo gengur hann að bókahillu með nokkrum gömlum bókum. „Það er ekkert ryk á hillunum. Það þýðir að bæk- urnar eru lesnar reglulega. Bókakápurnar eru hins vegar orðnar gular og sjúskaðar. Þetta eru mjög gamlar bækur.“ „Já já, ég veit. Það er allt rosalega gamalt hér inni.“ „Nei, ekki allt,“ svarar Marius og gengur að litlum kertastjaka. „Sjáðu þetta sprittkerti. Það er í plasti. Sú sem býr hérna keypti kertin á þessari öld.“ „Einmitt,“ segi ég og reyni að sýnast áhugasöm. „Hún ætti nú að kaupa sprittkerti með áli, frekar en plasti. Það væri umhverfisvænna.“ „Eða bara sleppa kertunum alveg,“ svara ég. „Jú, eða það. En ál utan af þremur sprittkertum dugar í eina drykkjardós.“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=