Varúð - Hér býr ... Vampíra
30 „Hvernig veistu það samt? H.S. gæti alveg staðið fyrir Halldóra Sigurðardóttir eða Halla Stefáns- dóttir.“ „Já, það er svo sem rétt hjá þér. Hitt var bara algengara. Í öllum þeim bókum sem ég hef lesið …“ „Það er ekkert allt rétt sem stendur í bókum,“ svara ég pirruð. „En ókei. Hvaða vísbendingu gefur þessi skápur þér?“ „Borðið og stóllinn eru frá því í eldgamla daga, jafnvel 13. öld. Væntanlega smíðuð í útlöndum. Ekki á Íslandi allavega. Íslendingar bjuggu enn í torfkofum þegar þetta var smíðað. Konan sem býr hér kann að meta gamla hluti. Kannski er hún safnari. Hún á allavega nóg af peningum. Svona hlutir kosta mjög mikið í dag.“ Mér finnst erfitt að vera sammála Mariusi svo ég reyni að malda í móinn. „Kannski … Nema hún sé sjálf mörg hundruð ára gömul. Kannski keypti hún hlutina þegar þeir voru nýir. Áður en þeir urðu rándýr antík.“ „Hvernig manneskja er mörg hundruð ára gömul?“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=