Varúð - Hér býr ... Vampíra

29 „Ókei … Sérðu margar vísbendingar hér inni?“ spyr ég hissa. Ég hefði haldið að Marius yrði bara áfram asna- legur þegar hann yrði stór. Rannsóknarlögregla er frekar kúl starf. Marius nuddar á sér hökuna og skimar yfir stofuna. „Sjáðu hér,“ segir hann og gengur að borðstofu- skáp. „Þessi skápur er miklu yngri en borðið. Líklega smíðaður á Íslandi fyrir meira en 100 árum. Ef við erum heppin gætum við fundið fangamark smiðsins undir einhverri hillunni.“ „Fangamark?“ spyr ég forviða. Marius notar svo mörg skrítin orð að mig svimar. „Já, skammstöfunin á nafninu hans.“ „Af hverju hans? Hvernig veistu að það er karl sem smíðaði skápinn?“ „Húsgagnasmiðir voru flestir karlar á þessum tíma. Hér er þetta,“ segir Marius og bendir mér undir tréhillu. Vasaljósið lýsir upp stafina H.S.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=