Varúð - Hér býr ... Vampíra

28 einbeiti sér að gamla stólnum. Hann pissar þá ekki á sig af hræðslu á meðan. „Antíkmunir eru gamlir og verðmætir hlutir. Til þess að hlutur teljist antík þarf hann að vera að minnsta kosti hundrað ára gamall. Fólk er samt ekki alltaf sammála um hvað telst antík.“ „Einmitt“ svara ég áhugalaus og kíki undir sófann. „Þessi húsgögn gætu verið úr kastala frá mið- öldum. Stóllinn er líklega hásæti, jafnvel krýn- ingarstóll.“ Marius er kominn á flug. „Sjáðu gylltu ljónsfæturna … “ „Heyrðu,“ segi ég og stend upp af gólfinu. „Ert þú einhver stóla-prófessor?“ „Nei, kannski ekki. En ég hef mjög gaman af því að velta fyrir mér duldum vísbendingum.“ „Af hverju?“ spyr ég hissa. Sjálf myndi ég alltaf fara í körfu eða hanga í tölvunni, frekar en að pæla í húsgögnum frá miðöldum. „Ég ætla að verða rannsóknarlögreglumaður. Þá þarf maður að vera vel að sér í hinu og þessu. Hafa þekkingu á sem flestum hlutum.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=