Varúð - Hér býr ... Vampíra
20 „Jú, jú. Húsið er mannlaust. Hurðin opnaðist bara af sjálfu sér þegar ég ætlaði að banka.“ „Æ … Marta. Ég sé ekkert.“ „Bíddu,“ segi ég og tek upp símann minn. Svo kveiki ég á vasaljósinu. „Vó … þetta hús er örugglega hundrað ára,“ segir Marius þegar ég beini ljósinu í kringum okkur. Gólfið er dökkgrátt. Veggirnir eru viðarklæddir og loftið sömuleiðis. Nú skil ég lyktina. Húsið minnir á sumarbústað. Nema að hér er hátt til lofts og allt er hálf gráleitt. Anddyrið er tómlegt og á snögunum hangir ekkert. Hvorki húfa, jakki né trefill. Ef ég byggi hér væru skór á víð og dreif um gólfið og skólataskan fyrir hurðinni. Mamma þolir ekki hvernig ég kasta öllu frá mér þegar ég kem heim. Ég hef reynt að útskýra fyrir henni að það taki því ekki að ganga frá. Ég mun nota fötin og töskuna strax aftur næsta dag. Einu sinni tók ég meira að segja tímann á því hvað ég var lengi að ganga frá útifötunum. Svo margfaldaði ég tímann með 7 og
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=