Varúð - Hér býr ... Vampíra

16 „Æi, sko … Það er ekki langt síðan pabbi flutti út. Það fyrsta semmamma gerði var að fá sér kött. Pabbi er nefnilega með ofnæmi fyrir öllum dýrum. Hún valdi auðvitað gamlan fress sem einhver á netinu vildi ekki eiga lengur. Ég hefði sjálf viljað krúttlegan kettling. Mamma sagði hins vegar að ef við tækjum ekki Hvæsa yrði hann svæfður. Þá fékk ég samviskubit og hætti að kvarta. Mamma hélt það yrði notalegt að kúra með honum í sófanum á kvöldin. Hann gæti veitt henni félagsskap og minnkað einmanaleikann. Ég heyrði hana segja þetta í símann við ömmu.“ „Ókei,“ svarar Marius. „Krúttlegt.“ „Nei, þetta er ekkert krúttlegt. Hvæsi hefur nefni- lega aldrei viljað kúra hjá henni. Hann klórar bara og hvæsir. Mamma elskar hann samt mjög mikið. Hún talar sko meira við hann en mig. Þess vegna segi ég að þau séu bestu vinir.“ Marius sendir mér svona samúðarsvip. Eins og hann vorkenni mér. Ég þoli ekki þegar fólk vorkennir mér. „Hvað?“ spyr ég snúðug. „Það er ekki eins og þú eigir marga vini sjálfur.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=