Varúð - Hér býr ... Vampíra

13 eins og sófa. Ef það er ekkert mjúkt nálægt sparka ég í vegg. Það er verra því veggir eru svo harðir. Þá meiði ég mig stundum. Þegar ég var lítil gaf mamma mér risastóran bangsa sem ég mátti sparka í, ef ég varð reið. Svo tætti ég hann í sundur og bómullin fór út um allt. Mamma var ekki ánægð. Loks næ ég Mariusi. Hann stendur innst í götunni og horfir starfur á húsið fyrir framan sig. „Soldið draugalegt?“ segi ég og hann kinkar kolli. „Kötturinn þinn fór þangað inn!“ „Inn í garðinn?“ spyr ég hissa. Í kringum draugalega húsið er stór og mikill garður. Grasið hefur ekki verið slegið í mörg ár. Það er engin leið að sjá hvar grasflötin byrjar og runnarnir enda. Þetta er allt flækt saman, arfi, gras og runnar. Ég sé Hvæsa hvergi. „Nei … ekki inn í garðinn.“ Marius dregur andann djúpt. „Hann fór inn … í húsið!“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=