Hér býr umskiptingur

66 „Æ, þú varst kannski ekki búin að kynnast Mariusi nógu vel,“ segi ég við Álfdísi. „Hann er sko rosalega grimmur, sérstaklega við börn.“ Þór kjökrar með leikrænum tilþrifum og Marius segir honum að þegja. Álfahjónin virðast gleypa við lyginni og stara steinhissa á okkur. „Sagði ég ekki?“ segir Álfmundur. „Það er ekkert varið í þetta mannfólk. Þau eru óæðri verur. Sjáðu þau bara.“ Álfdís mælir okkur út með augunum. „Já, reyndar eru þau ansi rytjuleg og ljót.“ „Virkilega ljót,“ samsinnir Álfmundur. „Alls ekki jafn glæsileg og þokkafull og þú, ástin mín.“ Álfdísi bregður og lítur á karlinn sinn. „Meinarðu það?“ spyr hún og fallegt bros leikur um rauðar varirnar. „Auðvitað, gullið mitt,“ segir Álfmundur og tekur utan um konuna sína. „Fyrirgefðu að ég segi það ekki nógu oft. Þú ert stórkostleg og ég er mjög þakklátur fyrir þig og allt sem þú gerir.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=