Hér býr umskiptingur

64 MÉR ER DRULLUSAMA Hvæsi stekkur ofan af vaskinum og stillir sér upp við dyrnar. Hann er greinilega jafn spenntur og við að reka álfana út. Við opnum fram og um leið byrjar Marius að öskra og skammast í Þór. Álfdís og Álfmundur hætta samstundis að rífast og líta hissa á bræðurna. Þór skrúfar frá gervitárunum. Þetta er svo sannfærandi að í smástund held ég að hann sé að gráta í alvöru. Svo lítur þetta krútt á mig og blikkar mig brosandi áður en hann heldur áfram að gráta. „Þú ert bara vondur,“ skælir Þór og hniprar sig saman á gólfinu. „Mér er drullusama hvað þér finnst,“ segir Marius. „Þú ert bara lítill og leiðinlegur krakki. Svo ertu líka ógeðslega heimskur.“ Þetta er líklega það erfiðasta sem Marius hefur nokkurn tíma þurft að gera. Hann hefur aldrei

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=