63 „Ah, ég skil. Sniðugt,“ segir Marius og brosir. „Nei, Marius er ekki vondur,“ segir Þór og setur upp skeifu. „Auðvitað ekki,“ segi ég og strýk Þór um kollinn. Svo beygi ég mig niður og horfi djúpt í stóru augun hans. „Það væri bara í þykjustunni. Þú og Marius leikið smá leik, skilurðu? Marius ætlar að leika vonda karlinn. Svo þegar álfarnir fara þá er leikurinn búinn.“ Þór hlustar vel á allt sem ég segi. Svo lítur hann á Marius. „Marius ætlar bara að plata álfana? Þú ert ekki vondur í alvöru?“ „Einmitt,“ svarar Marius. „Þú skilur þetta alveg Þór. Þú ert svo klár strákur.“ „Ég er mjög klár,“ svarar Þór og skælbrosir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=