Hér býr umskiptingur

61 BARA Í ÞYKJUSTUNNI Álfahjónin eru of upptekin við að þræta til að taka eftir því þegar við laumumst í burtu. Ég, Þór og Marius höfum læst okkur inni á baði ásamt Hvæsa. Hann stekkur upp á vaskinn og fær sér að drekka úr krananum. „Hvað ef við losnum aldrei við þau?“ spyr Marius. „Hvað ef þau halda bara áfram að rífast. Eða, hvað ef hún ákveður að taka mig aftur með sér til baka.“ „Nei!“ ítrekar Þór. „Hún má ekki taka Marius.“ „Iss, nei. Ég leyfi það ekkert,“ svara ég hneyksluð. „Það hlýtur að vera einhver leið til að fá þau til að sættast.“ Við brjótum heilann í smástund. Svo fæ ég frábæra hugmynd. „Ég veit!“ segi ég spennt. „Hún vill fá þig til að hjálpa til með börnin af því að þú ert svo góður stóri bróðir.“ „Uuu, já,“ svarar Marius ringlaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=