58 Álfmundur virðist feginn að sjá konuna sína en Hvæsi passar enn að hann komist ekki út úr eldhúsinu. „Viltu fá karlinn þinn aftur eða ekki?“ spyr ég og reyni að hljóma örugg. „Æ, helst ekki,“ svarar Álfdís og dæsir. „Ha?“ segir Álfmundur hissa. „Veistu … það var bara ágætt að losna við þig í tvo daga. Þú gerir ekki neitt nema að skófla í þig mat og leysa vind!“ Allt í einu stöndum við krakkarnir í miðju hjónarifrildi. Álfarnir rífast og þræta um heimilisstörf og eitthvað sem hún kallar þriðju vaktina. „Við eigum ÁTJÁN börn Álfmundur! Hvernig á ég að sinna þeim öllum og elda ofan í þig líka? Ég þurfti bara smá hjálp! Svo rakst ég á þetta mannabarn, hann Marius. Hann sinnir litla bróður sínum af svo mikilli ást og umhyggju. Ég vissi að hann gæti passað vel upp á börnin okkar. Ef það þýddi að ég þyrfti að fórna þér í staðinn, þá varð það bara að vera þannig.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=