57 teygir fram hendurnar en Álfdís ýtir honum til baka. „Getum við vinsamlegast fært okkur inn fyrir? Það væri gott ef fleiri manneskjur myndu ekki sjá mig.“ Ég hugsa málið og sný mér svo að Þór. Hann kinkar til mín rauðhærðum kollinum. „Jæja þá,“ segi ég. „En bara í smá stund. Og svo tekurðu Álfmund með þér aftur til álfheima.“ Álfdís samþykkir það. Svo tekur hún Marius undir annan handlegginn eins og hvern annan farangur. Við færum okkur inn og lokum á eftir okkur. „Sjáðu kallinn!“ hrópar Þór og bendir inn í eldhús. Álfmundur líkist Mariusi ekki lengur. Nú er hann hávaxinn með rauðar augabrúnir og mikið skegg sem nær niður á bringu. Fötin hans eru úr fallegu dökkgrænu silki. Á breiðum öxlunum hangir þykk skikkja með gylltu blómamynstri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=