Hér býr umskiptingur

54 sem þau gætu skotið leysigeislum. Marius horfir á mig biðjandi augum og vill greinilega sleppa úr sterkum faðmi álfkonunnar. „Ertu komin að sækja mig?“ heyri ég kallað innan úr eldhúsi. Um leið heyri ég að kötturinn hvæsir. Hann passar vel að umskiptingurinn komist ekki fram fyrr en Mariusi hefur verið skilað. Álfkonan tekur skref í átt að dyrunum. Hún er rúmir tveir metrar á hæð og mjög ógnvekjandi. Ég dreg andann djúpt og stíg í veg fyrir hana. Ég hef ekki hugmynd hvaðan ég fæ hugrekkið til þess. Það eina sem ég veit er að ég er komin með alveg nóg af þessu rugli. „Skilaðu Mariusi fyrst,“ segi ég og vona að hún taki ekki eftir því hvað röddin skelfur. Álfkonan hlær og horfir á mig eins og ég sé pínulítill maur. Eins og hún gæti kramið mig með þumalfingrinum. „Hver ert þú sem talar svona við mig?“ spyr hún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=