Hér býr umskiptingur

48 „Eins og á bolludaginn?“ spyr hann flissandi. „Já, nákvæmlega. Eins og á bolludaginn,“ svara ég hikandi. „Ég vil rasskella vonda Marius!“ segir Þór glaður í bragði. Við fikrum okkur hægt að herbergisdyrunum og opnum fram á gang. Ólyktin er svo mikil að það líður næstum yfir mig. Frammi í eldhúsi stendur umskiptingurinn og slafrar í sig skötu, beint úr pottinum. „Hvernig er maturinn?“ spyr ég rólega og horfi á hann moka upp sig. Umskiptingurinn notar plastsleif með regnbogamynstri til að veiða stykkin úr pottinum. Hann gleypir þau í sig með roði og beinum. Svo heldur hann sleifinni uppi og sveiflar henni í hring fyrir ofan höfuð sér. „Þessi er skrítin,“ segir hann og heldur áfram. „Nú er ég hundgamall og á átján börn í álfheimum. Samt hef ég aldrei séð jafn litríka sleif og þessa hér.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=