Hér býr umskiptingur

42 „Þið getið bara verið hér. Ég er farinn heim,“ segir Marius skyndilega og gengur í burt og við sjáum hann hverfa inn í fiskbúðina neðar í götunni. Við horfum á eftir honum niður hraunbreiðuna. Hvæsi klórar enn í klettinn og mjálmar ámátlega. Gráturinn hefur þagnað og nú heyrist aðeins lágvært snökt. „Marta, ég er hræddur,“ segir Þór og togar í mig. „Ég veit. Ég er líka hrædd,“ svara ég. Þetta er kannski ekki það besta að segja við lítið barn. Ég get bara ekki logið að honum. Sannleikurinn er sá að ég er skíthrædd. Hvað er málið með röddina í klettinum? Af hverju ætli Marius láti svona? Hann sem hefur alltaf verið svo brosmildur og indæll. Stundum jafnvel of brosmildur, svo óþolandi jákvæður að það hefur farið í taugarnar á mér. Allt í einu er hann algjör dóni og vondur við litla bróður sinn, sem hann elskar út af lífinu. Þetta gengur ekki upp … ekki nema, hugsa ég. Svo er eins og ég skilji allt. Marius er UMSKIPTINGUR! Ég sný mér við og lem fast á klettinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=