39 Við nálgumst innsta húsið og um leið missi ég sjónar á Mariusi. Við Þór fetum okkur varlega yfir gróft hraunið. Ég rígheld í litla hönd Þórs því hér eru djúpar og hættulegar gjótur á hverju strái. Fram undan sé ég Hvæsa með kryppu á loðnu bakinu. Hann stendur grafkyrr fyrir framan stóran hraunklett og hvæsir lágt. „Hvað er að Hvæsi minn?“ hvísla ég þegar við komum nær. „Hvert fór Marius?“ Ég veit að kötturinn getur ekki svarað mér. Það er bara ekkert annað sem ég get gert. Við Þór svipumst um en Hvæsi stendur enn sem frosinn og starir á hraunklettinn. „Hvæsi,“ kalla ég án árangurs. Við Þór nálgumst hann aftur og ég horfi rannsakandi á klettinn. „Það er ekkert þarna,“ segi ég og dæsi. Um leið heyri ég skrítið hljóð. Það hljómar eins og rödd, djúpt úr miðjum klettinum. „Marius!“ segir Þór æstur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=