35 „Ég tek hann bara með mér,“ svara ég og sæki kattabúrið. Mamma virðist hissa en skiptir sér ekki af mér á meðan ég lokka Hvæsa í búrið. „Bless á meðan,“ hrópa ég og hleyp af stað. Það hefur enn ekki verið dregið frá í herbergi Mariusar. Þór situr í glugganum á sínu herbergi og virðist dapur. Ég vinka til hans og sé þá að það lifnar aðeins yfir honum. Þegar ég kem upp hleypur Þór í fangið á mér og neitar að sleppa. Hann er með ljótt klór, þvert yfir andlitið. Hann hefur greinilega grátið lengi því augun eru rauð og bólgin. Þetta litla krútt á ekki skilið svona framkomu frá stóra bróður sínum. Þór getur alveg verið pirrandi en Marius hefur aldrei meitt hann áður. „Marius er vondur,“ segir Þór með tárin í augunum. Ég legg búrið frá mér og faðma Þór að mér. Allt í einu sé ég hvar Marius nálgast með undarlegt glott á andlitinu. Um leið byrjar Hvæsi að berjast um í búrinu. Hann hvæsir hátt og teygir klærnar út um þétta rimlana. Í mínum augum eru þetta nægar sannanir. Marius hlýtur að vera orðinn að skrímsli.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=