34 HEIMSINS BESTA DRAUGAFÆLA Ég er engu nær um raunverulega merkingu sögunnar. Mér finnst algjörlega fáránlegt að lemja lítið barn, hvort sem það er dónalegt eða ekki. Til þess að klára verkefnið verð ég að fá hjálp Mariusar. Þetta er líka hópverkefni sem við eigum að vinna saman. Ég lít á klukkuna og sé að hún er farin að nálgast hádegi. Vonandi er Marius búinn að borða og orðinn eins og hann á að sér að vera. Ég er þó enn dálítið smeyk um að það sé eitthvað dularfullt í gangi. „Ertu að fara Marta mín?“ spyr mamma innan úr eldhúsi. „Ég var að vona að þú gætir verið heima og passað upp á Hvæsa meðan ég skýst aðeins í búð. Hann hefur verið svo hvumpinn síðan í gær.“ Hvæsi … Hann er heimsins besta draugafæla. Í öllum okkar yfirnáttúrulegu ævintýrum hefur Hvæsi komið okkur Mariusi til bjargar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=