Hér býr umskiptingur

29 Er Marius klikkaður? Það borðar enginn súra hrútspunga. Allavega enginn yngri en sjötíu ára. „Geturðu ekki fundið til almennilegan mat stelpa?“ frussar Marius út úr sér og sest við eldhúsborðið. Þar með fæ ég nóg. Ég tek samlokuna úr grillinu og loka því með látum. „Þú ert eitthvað ruglaður. Ég er farin heim. Heyrðu í mér þegar þú ert orðinn Marius aftur.“ Ég knúsa Þór áður en ég fer. Hann þarf vonandi ekki að vera lengi einn með Mariusi fýlupúka. Á leiðinni heim borða ég hálfeldaða samlokuna. Brauðið er varla volgt og osturinn náði ekki að bráðna. Eins svekkjandi eins og það er, þá er enn verra að vinur minn hafi gengið af göflunum. Ég vil fá Marius til baka. Kurteisa, brosmilda og jákvæða Marius. Það er eins gott að þessi blessaða unglingaveiki líði hratt hjá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=