28 „Stelpuskjáta?“ endurtek ég hissa. Ég veit ekki einu sinni hvað skjáta þýðir en mig grunar að það sé ekki fallegt. „Æi, Marius. Hættu að láta svona. Nennirðu að koma á fætur. Þór vill leika við þig. Hann bíður inni í herbergi, með allt legóið sitt.“ Loks tekst mér að sannfæra Marius um að fara fram úr. Hann fer þó ekki inn til Þórs, heldur rakleitt í eldhúsið. Sjálf gæti ég alveg borðað meira svo ég bið Marius að grilla handa mér samloku. „Grilla samloku?“ spyr hann eins og ég hafi beðið um eitthvað verulega framandi. „U, já,“ svara ég hneyksluð og bendi á brauðpokann á borðinu. Marius ætlar greinilega ekki að vera góður gestgjafi svo ég sé um mig sjálf. Ég sæki ost og kokteilsósu í ísskápinn og sting samlokugrillinu í samband. „Vilt þú líka?“ spyr ég brosandi. „Mætti ég þá frekar biðja um súra hrútspunga?“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=