Hér býr umskiptingur

23 „Æi, mamma! Við erum ekki að tala um mig! Við erum að tala um Marius!“ Ég krosslegg hendur og losa mig undan faðmlaginu. Mér finnst ekki gott að láta knúsa mig þegar ég er pirruð. „Marta mín,“ segir mamma og horfir djúpt í augun á mér. „Hann Marius er að verða unglingur. Þetta er bara það sem gerist. Þegar ég var unglingur var þetta kallað unglingaveikin.“ „Unglinga-veiki?“ spyr ég og hrukka ennið. „Hvernig veiki er það? Er ekki hægt að bólusetja fyrir henni? Er hún smitandi? Hvað ef ég smitast?“ Mamma hlær. Svo dregur hún djúpt andann og reynir að finna réttu orðin til að útskýra hormóna og breytingar unglingsáranna fyrir mér „Þetta er ekki alvöru veiki en stundum fara efni í líkamanum sem kallast hormónar í algjört rugl. Þá haga unglingar sér oft mjög undarlega.“ Byrjar þetta hormónatal, hugsa ég og ranghvolfi augunum. Ég man þegar mamma varð skyndilega loðin og byrjaði að góla á tunglið. Þá sagði Marius

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=