Hér býr umskiptingur

22 „Hvað er að ljúfan?“ „Það er … Það er út af Mariusi. Hann var svo skrítinn áðan. Þú hlýtur að hafa tekið eftir því. Hann lét bara eins og algjört fífl.“ „Fífl er nú dálítið sterkt orð Marta mín.“ Ég vissi það. Mamma skilur þetta ekki. Alveg eins og hún skilur ekki að það var ekki ég sem henti ávöxtunum í gólfið. Hún myndi aldrei trúa neinu slæmu upp á draumadrenginn Marius. „Hann var bara ógeðslega dónalegur og frekar leiðinlegur. Svo gleymdi hann skónum sínum! Hver strunsar bara út á sokkunum?“ Mér er orðið heitt í hamsi. Ég verð enn reiðari þegar ég sé að mamma berst við að halda hlátrinum niðri. „Ég þekki nú eina stelpu sem gleymir oft að vera kurteis. Hún fer líka mjög oft út á sokkunum eða tánum jafnvel!“ Mamma hallar sér nær mér og tekur utan um mig með báðum handleggjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=