Varúð! Hér býr ... norn
79 „Já … Þetta var ansi magnað þarna áðan. Hvort sem þetta var alvöru galdur eða bara Hvæsi,“ svarar Marius og horfir á köttinn. Hvæsi starir á hann á móti og sleikir græðgislega út um. Vonandi er hann ekki enn þá svangur … „Ætlarðu að hjálpa mér að læra fyrir söguprófið?“ spyr ég brosandi. „Ég hélt að þér fyndist Íslandssaga svo leiðinleg …“ svarar Marius og kímir. „Ertu að grínast? Galdrabrennur, seiðskrattar, nornir og hasar! Það gerðist greinilega margt mjög spennandi í gamla daga!“ „En, Marta … Heldurðu að músin hafi í alvöru verið seiðskratti úr fortíðinni?“ „Já, pottþétt! En Lassi er í maganum á Hvæsa núna. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Nema einhver galdri hann aftur til baka …“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=