Varúð! Hér býr ... norn

77 „En nornin kemur ekki á eftir okkur. Það þýðir að hún hafi gleymt öllu, eins og sagði í þulunni.“ „Eða að hún sé fegin að vera laus við músina. Af því að Hvæsi át hana.“ Kannski var það bara klaufaskapur kattarins sem bjargaði okkur. Mig langar að trúa því að norna- kraftar mínir hafi haft eitthvað með það að gera. Það skiptir ekki öllu máli. Það mikilvægasta er að við erum öll heil á húfi. Ég faðma köttinn að mér en hann streitist á móti. Á meðan við röltum heim finn ég hjartsláttinn hægjast og hræðsluna hverfa. „Marta …“ segir Marius og ræskir sig. „Takk fyrir að bjarga mér.“ Við göngum þegjandi í smá stund. Þegar við nálgumst húsið mitt lít ég framan í Marius. Andlitið er aftur alþakið þyrnum eftir bröltið í gegnum runnann. Hlæjandi tíni ég þyrnana úr rjóðum kinnunum. „Þú ert allur í sárum. Ég þarf kannski að útbúa galdraseyði fyrir þig. Það ætti að vera lítið mál fyrst ég er orðin norn,“ segi ég og blikka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=